rjomaostur

Rjómaostur

Rjómaostur er ein auðveldasta mjólkurafurð sem hægt er að gera heima hjá sér, jafnvel auðveldari en ricotta og jógúrt. Það eina sem þarf að gera er að leyfa öllum innihlaldsefnunum að ná herbergishita, blanda þeim saman og vera síðan þolinmóður. Það er hægt að hita mjólkina og rjómann í potti en mér finnst þægilegast og einfaldast að leyfa þeim bara að standa út á borði, jafnvel yfir nótt.

spænsk-eggjakaka

Spænsk eggjakaka

Til eru ýmsar gerðir af eggjakökum: hin klassíska franska er fölgul, vindilslaga og stundum með einfaldri fyllingu; sú bandaríska er gullinbrúnn hálfmáni með vænni fyllingu og sú ítalska er þykk, nokkuð frauðkennd og hún kláruð inn í ofni.

fiflasalat

Fíflasalat

Það eru til þúsundir yrkja af fíflum í heiminum en þau eru misbeisk á bragði og þau afbrigði sem sem minnstu beiskjuna hafa eru sérstaklega ræktuð fyrir næringarríku blöðin. Ég veit nú ekki til þess að fíflar séu ræktaðir hér á landi en langalgengasta fíflategundin sem vex villt um sveitir landsins er túnfífillinn. Blöð hans eru frekar beisk á bragðið og verða beiskari eftir því sem líður á sumarið, því er best að tína þau snemmsumars. Einnig gott að hylja fíflana nokkrum vikum áður blöðin eru nýtt því þeir fíflar sem fá mikla sól mynda meira af þeim efnum sem gera þá beiska.

Vetrarþáttaröðin – Hátíð í bæ, 1. þáttur

Hið blómlega bú hlaut í dag tilnefningu til Edduverðlaunana 2015! Við erum feykilega stolt af því að fá tilnefningu annað árið í röð. Enn viljum við þakka aðstandendum okkar og vinum og öllum þeim sem vinna bak við tjöldin velvilja og góð störf!

nuggat

Franskt núggat

Á Ítalíu kallast þetta sælgæti torrone, á Spáni heitir það turrón og Frakkarnir kalla það nougat. Allir virðast því vilja eigna sér þetta gómsæta sælgæti sem ég kalla bara franskt núggat. Í uppskriftinni eru fá hráefni en það getur verið vandasamt að koma þeim öllum saman svo útkoman verði góð.

andabringur

Grafnar andabringur

Grafið kjöt vekur alltaf eftirtekt í matarboðum en fáir vita kannski að það er sáraeinfalt og auðvelt að útbúa það. Eina sem til þarf er kjöt, salt, smá þolinmæði og krydd. Verið ekkert að spara saltið því magnið segir ekki til um hversu salt kjötið verður heldur fer það eftir hversu lengi það liggur í saltinu. Hægt er að nota næstum hvaða kjöt sem er en oftast er magurt og fitulítið kjöt notað.

blini1

Blini

Blini eru pönnukökur sem tilheyra rússneskri matarhefð og eru bakaðar úr geri. Hefð er fyrir því að nota bókhveiti í þær sem er, þrátt fyrir nafnið, ekkert skylt hveiti heldur er það fræ af jurt skyldri súrum og rabbabara. Hnetulegur keimur þess fer einstaklega vel með söltu áleggi. Það er hægt að leika sér endalaust með álegg en hér eru þrjár tillögur: grafin önd, sýrður rjómi, trönuberjasinnep, örsmár bátur af smátómati og steinselja; grafinn lax, sýrður rjómi, hrogn og ferskt dill; heimareykt hangikjöt, sýrður rjómi bragðbættur með dijonsinnepi og vorlaukur.

síld

Marineruð síld

Við Íslendingar borðum lítið af síld miðað við hvað við veiðum mikið af henni. Helst borðum við hana marineraða yfir jólahátíðina en auðvelt er að búa til sína eigin jólasíld. Fyrst þarf að útvega sér góða saltsíld sem ætti að vera hægt að finna í helstu fiskbúðum.

hveraeldhús

Seytt hverarúgbrauð

Til eru margar tegundir af rúgbrauði og þekkist það víðar en á Íslandi, meðal annars á hinum Norðurlöndunum og í Austur-Evrópu. Það sem er hins vegar einkennandi við hinn týpíska íslenska rúgbrauðskubb, er hversu lengi hann er bakaður og hversu sætur hann er.

raudrofuis

Rauðrófuís

Venjulega eru eggjarauður notaðar til að þykkja búðinga í ísgerð en oft finnst mér þær gefa ísnum of mikið eggjabragð. Í þessari uppskrift þykki ég búðinginn með kartöflumjöli og þannig fá rauðrófurnar að njóta sín. Ástæðan fyrir rjómaostinum er sú að í honum er mikið af próteini sem kallast kasein sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ískristallamyndun þegar ísinn er frystur. Markmiðið er að ískristallarnir í ísnum verði eins fáir og litlir og mögulegt er, svo ísinn verði alveg flauelsmjúkur.